top of page

Forum Posts

Svanur Guðmundsson
Nov 08, 2021
In Velkomin í umræðuna
Pistlar: 8. nóvember 2021 kl. 14:50 Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is) Þrátt fyrir að við Íslendingar séum með einn framsæknasta sjávarútveg í heimi þá er umræðan um hann stundum fátækleg og fyrirsjáanleg. Fyrirkomulag fiskveiða og þá sérstaklega fiskveiðistjórnunarkerfið fær sérstaka og um margt óvenjulega umfjöllun í reykvískum fjölmiðlum. Líklega er undarlegasta umræðan í Fréttablaðinu þessa daganna en sjónarhóll blaðsins nær varla upp fyrir Arnarhól. Ríkisútvarpið er á líkum slóðum og um helgina var í þættinum Silfrinu efnt til umræðu um sjávarútveg með vísun í umfjöllun vikublaðsins og fyrirspurnar Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar, um eign og eignatengsl í sjávarútvegi. Það er sjálfsagt mál fyrir þessa aðila að gera slíkar úttektir ef þær eru heiðarlegar og nákvæmar (það vekur athygli að Landsbankinn var settur í miðju vefsins en hann nánast að fullu í eigu íslenska ríkisins og því vandséð að hann eigi erindi þangað) en það má gera margar athugasemdir við ályktanir sem af þeim eru dregnar. Hverskonar fyrirtæki Umræðan er væntanlega sett af stað til að stýra henni að þeirri niðurstöðu að innan sjávarútvegsins sé óeðlileg eignamyndun sem gerir stjórnendum þar kleyft að kaupa upp aðra starfsemi og ná þannig einokunarstöðu. Eða eins og sagði í tilkynningu frá Viðreisn: „Tilgangur skýrslubeiðninnar var m.a. að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um hvernig hagnaði og arði af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hefur verið varið.“ Þessi umræða er sett af stað þrátt fyrir að augljóslega séu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og séu harla smá á þann mælikvarða. Það sem þau hafa helst fram að færa er einstök framleiðni sem skapast hefur af hægræðingu sem leitt hefur af fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ef menn vilja skoða samþjöppun væri allt eins hægt að skoða margvíslega aðra starfsemi hér á landi, bæði í ríkiseigu og í einkaeigu. Af framkomnum gögnum er erfitt að sjá að fjárfestingar séu miklar eða óeðlilegra og rétt að menn átti sig á að mikið er sótt til íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna um að koma með fjármagn inn í margvísleg verkefni. Varla er það hagnaðarvon sem fær menn til að fjárfesta í mörgum af þeim fyrirtækjum sem tínd eru til. Sagt er að á skrifstofu kaupfélagsstjórans í Skagafirði, sem rekur eitt farsælasta sjávarútvegsfyrirtækið, sé ávallt biðröð fólks sem vill ýmist selja honum fyrirtæki sitt eða fá hann til að fjárfesta í fyrirtækjum sínum. Sama má sjálfsagt segja um önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Þegar fyrirtækjanetið er skoðað sem Stundin birti sést að gríðarmikið er um slíkar fjárfestingar í nærumhverfi sjávarútvegsfyrirtækjanna. Er það slæm þróun að þau geta stundað slíkar fjárfestingar? Er betra að peningarnir séu skattlagðir suður til Reykjavíkur og þeim svo endurúthlutað af stofnunum ríkisins? En hvað ættum við að horfa til þegar við metum fjárhagslega getu íslensks sjávarútvegs. Höfum í huga að á meðal OECD-ríkjanna er það aðeins á Íslandi sem sjávarútvegur skilar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum. Í hinum 28 OECD-ríkjunum hefur hlutfall af heildarútgjöldum þeirra sem rennur til sjávarútvegsins aukist úr 5,6% á árunum 2012 til 2014 í 6,8% á árunum 2016 til 2018. Í öllum helstu samkeppnislöndum Íslands eru til staðar ríkisstyrkir til sjávarútvegs en á móti er íslenski sjávarútvegurinn sá eini sem greiðir sérstök gjöld umfram venjulega skattlagningu. Samhljómur í fræðasamfélaginu Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið og birtist fyrr á árinu. Þar var fjallar um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi í víðri merkingu enda úttektin viðamikil. Greint var frá niðurstöðu hennar í pistli hér í vor. En rifjum upp að skýrslan er unnin af Sveini Agnarssyni, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, Sigurjóni Arasyni prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Herði G. Kristinssyni, rannsókna- og nýsköpunarstjóra hjá Matís og dr. Gunnari Haraldssyni hagfræðing. Allt virtir fræðimenn. Segja má að fjórmenningarnir hafi þannig bæst í stöðugt stækkandi hóp íslenskra fræðimanna sem benda á hin mikilvægu hagrænu áhrif íslensks sjávarútvegs og áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins þar á. Auðvitað eru þeir engir nýgræðingar en skýrsla þeirra var mikilsvert framlag til fræðilegrar umræðu um sjávarútveginn og er hægt að taka undir með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, að hún hefði átt að fá meiri umfjöllun eins og hann benti í þættinum Sprengisandi um helgina. Og vel að merkja, fulltrúar Stundarinnar og Viðreisnar höfðu fengið sviðið í Sprengisandi helgina á undan með málflutning sinn. En skoðum aðeins fræðaumhverfið. Meðal íslenskra fræðimanna sem hafa fjallað um sjávarútveginn á líkum nótum og í áðurnefndri skýrslu eru menn eins og dr. Þráinn Eggertsson, dr. Rögnvaldur Hannesson, dr. Birgir Þór Runólfsson, dr. Ágúst Einarsson, dr. Ásta Dís Óladóttir, dr. Daði Má Kristófersson, dr. Arnar Bjarnason, dr. Ragnar Árnason, dr. Þór Sigfússon, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Svanur Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur, Hreiðar Valtýsson aðstoðarprófessor, Hörður Sævaldsson lektor (sérsvið hans er stjórnkerfi fiskveiða og markaðir sjávarafurða) og Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur. Allir þessir fræðimenn hafa bent á gildi og mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins en benda má á að Ríkisútvarpið kallar þá aldrei til þegar það er til umfjöllunar. Hvaða skýring skyldi nú vera á því? Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr Skýrsla fjórmenninganna var mikil að vöxtum en þar segir meðal annars: „Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr í hópi nágrannaþjóða þegar kemur að umfangi og eðli styrkja. Víðast hvar eru beinir styrkir til sjávarútvegs verulegir en hér á landi greiða útgerðarfyrirtæki veiðigjald,“ segir í skýrslunni. Þá kemur þar fram að íslenskur sjávarútvegur hefur staðið sig vel í samkeppni á erlendum mörkuðum. „Sú staðreynd að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er annars vegar merki um góða stjórn fiskveiða og fjárhagslegan styrk sjávarútvegs á Íslandi en einnig um bágt ástand í fiskveiðum annars staðar.“ Fyrirsjáanleiki til hagsbóta Fram kemur í skýrslunni að ótímabundnar aflaheimildir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja séu til þess fallnar að tryggja aukinn fyrirsjáanleika sem um sinn skapar grundvöll fyrir langtímafjárfestingar og skipulagningu starfsemi sinnar til lengri tíma litið. Þá hvetur kvótakerfið útgerðirnar til að lágmarka kostnað og hámarka verðmæti aflans. „Sú staðreynd að hefðbundnir nytjastofnar eru fullnýttir setur sjávarútvegi ákveðnar skorður. Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi getur því ekki komið úr meiri afla, heldur betri nýtingu hráefna, aukinni framleiðni og aukinni verðmæta- og nýsköpun almennt,“ segir í skýrslunni. Það eru núna 20 ár síðan hagfræðingarnir og fræðimennirnir dr. Axel Hall, dr. Ásgeir Jónsson, dr. Sveinn Agnarsson og dr. Tryggvi Þór Herbertsson, skrifuðu ítarlega grein í Morgunblaðið þar sem þeir fóru yfir 10 staðleysur um íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar sögðu þeir: „Því fer fjarri að núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi sé hafið yfir gagnrýni né heldur að það sé meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum eða breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess, að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstu árum. En breytingarnar verða að vera á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmæt og umræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur, sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Í þessu tilefni hafa undirritaðir tekið saman tíu staðleysur sem oft er varpað fram sem algildum sannleik í opinberri umræðu um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Jafnframt er gerð tilraun til að hrekja þær með reynslurökum.“ En virðist þurfa að fást við staðleysur um íslenskan sjávarútveg.
Umræða um hagnað og arð í sjávarútvegi content media
1
0
39
Svanur Guðmundsson
Mar 24, 2021
In Velkomin í umræðuna
Skýrsla um samkeppni sjávarútvegs vs. smásölumarkaður og matvörumarkaður.
0
0
19
Forum Posts: Members_Page

Svanur Guðmundsson

Admin
More actions
bottom of page