top of page

Forum Posts

Svanur Guðmundsson
13. sep. 2024
In Velkomin í umræðuna
Fiskveiðar munu  breytast með þróun byltingarkenndrar tækni sem spáir fyrir um afla á veiðieiningu (CPUE) nokkur ár fram í tímann. Þessi nýjung lofar miklum efnahagslegum ávinningi sjávarútvegs. Bláa hagkerfið ehf. hefur búið til spálíkan sem segir til um CPUE frá mánuði til mánaðar, nokkur ár fram í tímann. CPUE er lykilmælikvarði notaður  til að meta afla á sóknareiningu þegar veiðarfæri eru í sjó.  Þessi nýja spátækni sem nýtir vélnám, taugavefslíkön og gervigreind er þróuð af undirrituðum og Altair Agmata sérfræðingi hjá Bláa hagkerfinu ehf. og  býður upp á byltingarkennda spágetu til langs tíma. Þetta spálíkan  mun gera sjávarútveginum kleift að stjórna álagi á fiskistofna og veiðisvæði, hámarka nýtingu skipa og auka arðsemi greinarinnar. https://www.arcticeconomy.com/cpue Ávinningur fyrir íslenskar fiskveiðar: ●       Aukin hagkvæmni: Útgerðarfyrirtæki geta hámarkað nýtingu skipa með því að senda skip til svæða þar sem spáð er hátt CPUE, sem leiðir til minni eldsneytiskostnaðar og skilvirkari nýtingu á mannafla. ●       Stöðugleiki á markaði: Með því að spá fyrir um sveiflur í afla geta vinnsluaðilar og útflytjendur aðlagað stefnu sína að markaði og hugsanlega skapað stöðugra markaðsverð. Vísindaleg framþróun: ●       Bætt stofnamat: CPUE gögn gegna lykilhlutverki í stofnamati, sem upplýsir vísindamenn um ástand fiskistofna. ●       Mögulegt verður að “besta” álag á veiðisvæði og auka afrakstur veiða á hverjum veiðistað. ●       Dýpri skilningur á vistkerfi: Sameinuð með öðrum umhverfisgögnum, geta langtíma CPUE gögn hjálpað okkur að skilja þætti sem hafa áhrif á fiskistofna, samspil stofna og sjávarvistkerfi.
0
0
2
Svanur Guðmundsson
27. jún. 2023
In Velkomin í umræðuna
193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu 19. júní sl. lagalega bindandi samning um líffræðilegan fjölbreytileika hafsins. Viðræður hafa staðið yfir í nærri tvo áratugi um sameiginlegar aðgerðir til að vernda og tryggja sjálfbærni á úthöfunum utan lögsögu ríkja. „Úthafssamningurinn“  (BBNJ), eins og samningurinn hefur verið kallaður er í samræmi við Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Hann nær yfir tvo þriðju hluta heimshafanna. Rúmlega þriðjungur fiskistofna eru ofveiddir í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn undirstrikar mikilvægi þess að auka þekkingu og hæfni og dreifingu á tækniþekkingu í sjávarútvegi. Þar á meðal er talið mikilvægt að efla þróun og hæfni stofnana og bæta regluverk og verkferla ríkja. https://unric.org/is/hvers-vegna-nyi-uthafssattmalinn-skiptir-mali/?fbclid=IwAR18cwXkceEb6ihWBW2uoMVUXo3gtdTaAtUbT8Hr9e8sat4P_zxLKa8YqRU Mikilvæg undirritun 20. september Samningurinn var samþykktur á fimmta fundi ríkjaráðstefnunnar og verður opinn til undirritunar í haust, réttara sagt þann 20. september. Viðræður um sáttmálann hafa staðið yfir í um rúma tvo áratugi en undirbúningur hófst svo árið 2018 og samstöðu vegna hans verið loks verið náð, árið 2023. Sáttmálinn mun öðlast gildi eftir fullgildingu 60 ríkja.  Hér er fréttatilkynning SÞ vegna samningsins: https://press.un.org/en/2023/sea2181.doc.htm
Tímamót í hafréttarmálum content media
0
0
0
Forum Posts: Members_Page

Svanur Guðmundsson

Admin
More actions

+354 8935055

  • facebook
  • twitter

©2020 by Bláa Hagkerfið. 

bottom of page