
Nýtt:CATCH notendaviðmót
Ný sýn á botnfisk við Ísland – CATCH-forrit Bláa hagkerfisins
Þetta myndband sýnir rauntímagreiningu á þéttleika helstu botfisktegunda við Ísland, unnið út frá veiðigögnum íslenskra skipa. Það er afrakstur margra ára þróunar og gagnagreiningar innan Bláa hagkerfisins og byggir á nýstárlegu líkani sem sameinar veiðigögn, umhverfisupplýsingar og hegðunarmynstur fiska.
Hagnýting fyrir skipstjóra.
Forritið mun nýtast skipstjórum og útgerðum til að taka ákvarðanir um hvar, hvenær og hvaða tegundir sé hagkvæmast að veiða á hverjum tíma. Þetta leiðir til:
-
Betri nýtingar veiðigetu
-
Minni olíunotkunar
-
Markvissari ráðstafana í takt við vistkerfið
📊 Fisktegundir sem greindar eru:
-
Þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða.
Tæknin á bakvið verkefnið:
Verkefnið byggir á samþættingu líkansins CATCH við gögn úr veiðiferðum, afla, sjávarhita og botngerð. Með því að kortleggja líklega staðsetningu fiska í rauntíma verður hægt að breyta hvernig við nálgumst fiskveiðistjórnun.
Líkanið er opið öllum enn sem komið er á blue-economy.ai
Reykjavík og Manilla 6 ágúst 2025