Fiskveiðar munu breytast með þróun byltingarkenndrar tækni sem spáir fyrir um afla á veiðieiningu (CPUE) nokkur ár fram í tímann. Þessi nýjung lofar miklum efnahagslegum ávinningi sjávarútvegs.
Bláa hagkerfið ehf. hefur búið til spálíkan sem segir til um CPUE frá mánuði til mánaðar, nokkur ár fram í tímann. CPUE er lykilmælikvarði notaður til að meta afla á sóknareiningu þegar veiðarfæri eru í sjó. Þessi nýja spátækni sem nýtir vélnám, taugavefslíkön og gervigreind er þróuð af undirrituðum og Altair Agmata sérfræðingi hjá Bláa hagkerfinu ehf. og býður upp á byltingarkennda spágetu til langs tíma.
Þetta spálíkan mun gera sjávarútveginum kleift að stjórna álagi á fiskistofna og veiðisvæði, hámarka nýtingu skipa og auka arðsemi greinarinnar.
Ávinningur fyrir íslenskar fiskveiðar:
● Aukin hagkvæmni: Útgerðarfyrirtæki geta hámarkað nýtingu skipa með því að senda skip til svæða þar sem spáð er hátt CPUE, sem leiðir til minni eldsneytiskostnaðar og skilvirkari nýtingu á mannafla.
● Stöðugleiki á markaði: Með því að spá fyrir um sveiflur í afla geta vinnsluaðilar og útflytjendur aðlagað stefnu sína að markaði og hugsanlega skapað stöðugra markaðsverð.
Vísindaleg framþróun:
● Bætt stofnamat: CPUE gögn gegna lykilhlutverki í stofnamati, sem upplýsir vísindamenn um ástand fiskistofna.
● Mögulegt verður að “besta” álag á veiðisvæði og auka afrakstur veiða á hverjum veiðistað.
● Dýpri skilningur á vistkerfi: Sameinuð með öðrum umhverfisgögnum, geta langtíma CPUE gögn hjálpað okkur að skilja þætti sem hafa áhrif á fiskistofna, samspil stofna og sjávarvistkerfi.