top of page
Search

Við berjumst við loftslagið en sveltum vísindi hafsins

„Ísland ver tugum milljarða í loftslagsaðgerðir en lætur hafrannsóknir sitja á hakanum.  Er Ísland að missa sjónar á eigin undirstöðu?

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum sett loftslagsmál í forgang og margfaldað þá fjármunir sem til þeirra rennur. Þannig hafa  nýir sjóðir orðið til og loftslagsmál orðið eitt sýnilegasta stefnumál ríkisins. Það er í sjálfu sér skiljanlegt. Loftslagsbreytingar eru raunveruleg áskorun og krefjast viðbragða.

En í þessari ákefð hefur myndast skýr og varhugaverð skekkja í áherslum. Við verjum tugum milljarða króna árlega í loftslagsaðgerðir en á sama tíma stendur fjármögnun hafrannsókna  nánast í stað, þrátt fyrir að sjávarútvegur sé undirstaða efnahags- og fæðuöryggis Íslands.

Tölurnar tala skýru máli

Árið 2023 námu opinber útgjöld Íslands til loftslagsaðgerða um 29 til 30 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun næstu ára er gert ráð fyrir að ríkið verji að jafnaði yfir 20 milljörðum króna á ári í loftslagsmál. Samtals er áætlað að á tímabilinu 2025 til 2029 fari yfir 110 milljarðar króna í loftslagstengd verkefni.

Til samanburðar nemur heildarrekstur Hafrannsóknastofnunar um 4,8 til 5,0 milljörðum króna á ári. Þar af er beint framlag ríkisins um 3,3 til 3,6 milljarðar, en afgangurinn kemur í gegnum sértekjur. Fjárveitingar til Hafró hafa vissulega hækkað lítillega á síðustu árum, en þær eru langt frá því að endurspegla auknar kröfur um samspil stofna, eðlisbreytingar í hafi, erfðafræðirannsóknir og gagnadrifna veiðistjórnun.

Í einföldu samhengi hljómar þetta svona: Ríkið ver fimm- til sexfalt meira fé í loftslagsaðgerðir en í allar rannsóknir á sjó og vötnum landsins. Þess utan er hluti verkefna Hafrannsóknastofnunar tengt loftlagsaðgerðum.


Innflutt vísindi gegn innlendri lífsnauðsyn

Loftslagsaðgerðir Íslands byggja að stórum hluta á alþjóðlegum vísindum og skuldbindingum. Þar er Ísland að mestu leyti þolandi í kerfi sem aðrir móta.

Hafrannsóknir eru hins vegar svið þar sem Ísland er í sérstöðu. Við búum yfir einstökum tímaröðum gagna, aðgangi að fiskimiðum og stjórnunarkerfi sem hafa sannað gildi sitt. Þorskstofninn við Ísland er stærri í dag en hann var á sjöunda áratug síðustu aldar sem er algjör undantekning á heimsvísu.

Þrátt fyrir það eru hafrannsóknir fjármagnaðar eins og heldur ómerkilegt  viðhaldsverkefni en ekki sem það þjóðaröryggismál sem þær ættu að vera. Í landi þar sem stór hluti útflutningstekna tengjast hafinu hlýtur þekking á því að teljast forgangsmál.


Áhrif Íslands liggja ekki í CO2 – heldur í fiski

Við skulum vera hreinskilin. Jafnvel þótt Ísland næði fullkomnum árangri í losunarmálum hefðu það hverfandi áhrif á veðurfar heimsins. Áhrifin eru fyrst og fremst táknræn. Það má ekki gleyma því að orkuframleiðsla Íslands er nærri 100% úr endurnýjanlegum auðlindum og ég veit ekki um nokkra þjóð sem hefur náð viðlíka árangri og Ísland. Aukin fjárútlát bæta ekki þá stöðu.

Áhrif Íslands á sjálfbæra nýtingu hafsins geta hins vegar verið afgerandi. Við veiðum fisk sem er á borðum tugmilljóna manna um allan heim. Aðferðir okkar í stofnmati, vistkerfisstýringu og gagnavinnslu geta breytt því hvernig fiskveiðar eru stundaðar víða um heim. 

Þar liggur raunverulegt alþjóðlegt framlag Íslands.


Hafið er flóknara og fær því minni athygli

Um loftslagsmál er auðvelt að ræða: skilaboðin eru skýr, markmiðin sameiginleg og umræðan sú sama í flestum löndum. Hafið er flóknara við að eiga, þar þarf að ræða óvissu, líkön, afrán, fjölstofnasamspil og langtímahagsmuni í einu lagi. Það er erfiðara að selja í fyrirsögnum en skiptir sköpum  fyrir afkomu landsins. Þess utan eru fáar þjóðir eins háðar auðlindum hafsins og við Íslendingar og þó að áhugi alþjóðasamfélagsins sé þar af skornum skammti.

Þessi skekkja birtist í fjárlögum. Á meðan loftslagsútgjöld vaxa hratt, búa hafrannsóknir við tímabundin framlög, verkefni sem detta út og sífellda forgangsröðun innan þröngs ramma.Ef stjórnvöld ætla að tala um ábyrgð og framtíðarsýn þurfa þau að þora að horfast í augu við þessar tölur.


Breyta þarf forgangsröðun

Hafrannsóknir þurfa aukin fjárframlög sem endurspeglar vægi sjávarútvegsins. Ekki dugar að setja þá takmarkaða fjármuni inn til að tryggja „lágmarksrekstur“, heldur þarf metnaðarfullt átak sem endurspeglar það sem við segjumst vilja gera. Við þurfum að kalla til fleiri sem hafa þekkingu og reynslu á sjávarútvegi og vistkerfum hafsins. Auglýsum eftir samstarfsaðilum, veitum þeim aðgang að gögnum og styrkjum í sama mæli og hvatt er til á sviði loftlagsmála.

Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að verja tugum milljarða í baráttu þar sem beinu hnattrænu áhrifin af aðgerðum Íslands eru takmörkuð, en láta þá grein sem heldur uppi þjóðarbúinu sætta sig við stöðnun.

Niðurstaða

Loftslagsaðgerðir eru mikilvægar. En Ísland lifir á hafinu og hefur ekkert að segja í baráttu við vindinn. Forgangsröðun sem endurspeglar ekki þá staðreynd er ekki framsýn heldur beinlínis varasöm og ófullnægjandi.

Við getum verið leiðandi í heiminum í fiskveiðistjórnun og hafrannsóknum. En þá verðum við að fjármagna það eins og að við teljum að það skipti máli.

Sent á morgunblaðið 13 jan kl 11:47

 
 
 

Recent Posts

See All
Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró

Eftir Svan Guðmundsson sjávarútvegsfræðing og Altair Agmata gagna vísindamann-AI-verkfræðingur. Nútíma veiðiráðgjöf þarf að fanga hitafar, strauma og samspil tegunda. Gervigreind nýtir mynstur í tíma

 
 
 
Stofnmat án afráns

Stofnmat byggt án afráns er blekking. Vistkerfismodel, rauntímagögn, og ábyrg nýting eru forsenda traustrar ráðgjafar og öryggis sjávarbyggða. Þorskur er að horast, nýting á honum í vinnslu hefur lækk

 
 
 

Comments


+354 8935055

  • facebook
  • twitter

©2020 by Bláa Hagkerfið. 

bottom of page