Þau eru ólík íslensku og norsku nótaskipin. Kvitholmen AS var að stækka við sig og fóru úr 12,95 metra skipi í 14,99 m og 80 rúmmetra lest. Báturinn ber saman nafn og fyrirtækið eða Kvitholmen.
![](https://static.wixstatic.com/media/acab3a_bb3d607d1e224563b3d4eb398bc1befb~mv2.jpg/v1/fill/w_380,h_253,al_c,q_80,enc_auto/acab3a_bb3d607d1e224563b3d4eb398bc1befb~mv2.jpg)
Samherji gerir út nokkur skip og af mörgum skipum þá er eitt það glæsilegasta Vilhelm Þorsteinsson EA. Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og eitt það fullkomnasta í heimi 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn. Bæði þessi skip munu veiða með nót og koma í staðin fyrir skip með sama nafn og eru rauð á litinn. Þau sýna vel muninn á íslenskri og norskri uppsjávarveiði.
![](https://static.wixstatic.com/media/acab3a_302e1b7083224f35975495f25f24565e~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_490,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/acab3a_302e1b7083224f35975495f25f24565e~mv2.jpg)
Lesendur geta velt fyrir sér aðstöðumun sjómannsins sem vinnur á þessum bátum.
Comentarios