top of page
Search
Writer's pictureSvanur Guðmundsson

Spár um loðnu

Í Október á síðasta ári skrifaði ég grein þar sem ég lagði til að við Íslendingar veiddum minna af loðnu en veiðiráðgjöfin lagði til. Sú tillaga byggir á þeirri greiningu að ekki myndi fást eins mikið fyrir loðnuna og spádómar voru þá um. Margir undruðust þá tillögu mína en nú hefur komið á daginn greiningin að baki stóðst vel.

Sett var fram línurit og formúla sem er útskýrð betur í greininni Vísindaleg nálgun og hagkvæmni veiða á heimasíðu Bláa hagkerfisins í október 2021.

Formúlan fyrir afla þar sem x er þúsundir tonna af loðnu og y er krónur á hvert kíló aflaverðmætis er unnin úr tölum Hagstofunnar byggð á aflamagni og aflaverðmæti allra skipa frá 2011.

Með því að setja nýjustu tölur Hagstofunnar fyrir afla loðnu, frá janúar til júlí 2022, þá sést að flutt eru út 445 þúsund tonn af loðnuafurðum. Samkvæmt þeim gögnum sem Hagstofan hefur nú tekið saman varð verðmæti loðnuafla 19,3 milljarðar kr. þegar upp var staðið.


Tafla: Afli og aflaverðverðmæti loðnu allra skipa af öllum veiðisvæðum 2022. Hagstofan.

Afli og aflaverðmæti loðnu 2022

​Loðna öll veiðisvæði magn (kg)

​436.246.359

​Verðmæti (kr)

​14.060.669.282

​Loðnuhrogn (kg)

​9.381.937

​Verðmæti (kr)

​5.211.883.127

Formúlan sem sett var fram um aflaverðmæti:

y=658,61-100ln(x)

x=445 ; Y=48,80 kr/kg;

48,80 x 445þ tonn = 21,7 milljarðar

gerði ráð fyrir að það fengjust 21,7 milljarðar kr. fyrir aflann en samkvæmt Hagstofunni þá er verðmætið 19,3 milljaðar. Skekkjan er -11%


Útflutningsverðmæti var sett fram með formúlunni:

​​y=49,394*ln(x)-83,829

​x=445 ; Y=$217,38 millj USD

Myndi það gera um 30,7 milljarðar króna miðað við gengið 141 $/ISK. Raunin varð 36,5 milljaðrar skv SFS. Skekkjan hér er -19%.

Talað var gull og græna skóga í fréttum og spáði Íslandsbanki því að verðmætin yrðu um 50-70 milljarðar kr. en það gekk því miður ekki eftir.

Mynd : Frétt SFS um útflutning á loðnu fyrstu 8 mánuði ársins 2022.


En hvað er hægt að læra af þessu? Í fyrsta lagi getum við sagt að þessar formúlur hafa virkað nokkuð vel fyrir árið í ár. Við getum líka betur áætlað hvað borgar sig að veiða mikið af loðnu því ef við veiðum mikið meira en þetta af loðnu mun verð einfaldlega lækka og afkoman á síðustu tonnunum verða töluvert minni en af þeim fyrstu. Þetta segir okkur líka að þótt úthlutunin (veiðiráðgjöfin) sé mikil þá er ekki víst að það borgi sig að veiða hana alla.

Svo er hitt, að ef við skiljum eftir eitthvað af loðnunni þá verður hún líklega að fæðu fyrir aðra fiska sem eru ofar í fæðukeðjunni. Hagfræði skynsamlegrar nýtingar auðlindarinnar getur þannig falið í sér að veiða minna en ráðgjöfin segir til um. Aðstæður á markaði er breyta sem ekki verður horft framhjá.

37 views0 comments

Comments


bottom of page