top of page
Search

Skýrsla: Samantekt á stofnmati karfa og grálúðu

Bláa hagkerfið hefur í samstarfi við Arev og Hafrannsóknarstofnun framkvæmt úttekt á stofnmati karfa og grálúðu. Er þetta í fyrsta skipti sem svo umfangsmikið og heildstætt endurmat er gert á rannsókn og þeim gögnum sem liggja til grundvallar aflaúthlutun í þessum tegundum.

Helstu niðurstöður eru þær að,

  • Forsendur fyrir stofnmati karfa og grálúðu þarfnast endurskoðunar

  • Mikilvægt er að auka gagnavinnslu, rannsóknir og rannsóknarvinnu

  • Kerfislægur vandi er á sambandi milli útgerðar, stjórnkerfis og rannsókna

  • Það eru stjórnsýslulegir ágallar á því að Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) ákveði hvað mikið skal veiða hér við land af karfa og grálúðu

Við vinnuna var mikið og gott samstarf við Hafrannsóknarstofnun. Úrvinnsla tölfræðigagna var í höndum sérfræðinga hjá Arev.

Eftir að úrvinnslu gagna lauk kom Hafrannsóknastofnun með sínar ábendingar sem eru birtar með þessari skýrslu. Skýrslan var unnin í samstarfi og með styrk frá þeim útgerðum sem hafa stærstar veiðiheimildir í karfa og grálúðu.

Skýrslan verður kynnt hagsmunaaðilum á næstu vikum og áhveðið í framhaldinu hver næstu skref verða.


73 views0 comments

Recent Posts

See All

Dauðaslys á sjó í Noregi og á Íslandi

Fimm sinnum líklegra að sjómaður farist við störf í Noregi en á Íslandi Árið 2008 er merkilegt í sögu Íslands því það er fyrsta árið þar sem enginn sjómaður lést við störf til sjós hér við land. Að su

Comentários


bottom of page