top of page
Search

Magn og verðmæti loðnuúthlutunar

Updated: Nov 6, 2021


Eftir mögur ár stefnir í stærstu loðnuvertíð síðan árið 2003. Greiningardeild Íslandsbanka hefur áætlað að tekjur af vertíðinni geti orðið á bilinu 50 til 70 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir hagvaxtaraukningu vegna hagstæðrar loðnuvertíðar. Af 900 þúsund tonna kvóta fara 627 þúsund til íslenskra skipa. En ekki er allt sem sýnist.

Með því að taka tölur úr síðustu fréttabréfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og setja upp þannig að við sjáum hvaða útflutningsverðmæti hafi fengist fyrir loðnuafurðir síðustu ára, með tilliti til þess magns sem veitt er á hverju ári, fáum við þessa mynd.


Tekjur af komandi loðnuúthlutun - áætlun Bláa hagkerfisins

Forsendur:

Y=49,394ln(x)-83,829

R2=0,705

Þessi formúla segir:

Með 70,5% vissu er unnt að segja að verðmæti 627 þúsund tonna verði:

F(x) = 49,394*ln(627)-83,829 =234,32m$

=30.227 milljónir ISK mv 129 $/kr

________________

Ef við á hinn bóginn tökum aðra mynd sem birtist í fréttabréfi SFS og er reiknuð út frá lönduðum afla og kr. á kg fyrir þann afla sem var fyrir síðustu þrjú ár þá fáum við þessa mynd.


Þessi mynd sýnir verðþróun á kr pr kg landaðs afla. Hér er fylgnin meiri en á fyrri myndinni R2=0,82. Síðustu 9 ár eru tekin með í þessari mynd.


Spá Blá hagkerfisins


  • Búast má við að heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða verði 30 milljarður kr.

  • Markaðsverð afurða lækkar með meiri afla

  • Framlegð af loðnu 2022 verður verulega minni en árið 2021

  • Veiðigjöldin fyrir loðnu reiknast af góðri afkomu þessa árs á kg og munu taka stóran hluta af framlegð næsta árs.

  • Aflaúthlutunin nú ræðst eingöngu af magni sem hægt er að veiða en ekki af því hve mikið er hagkvæmt að veiða.

  • Ef tap verður á veiðum minnkar það skatttekjur ríkisins.

  • Skipting afla á milli þjóða er algerlega háð áliti ICES sem byggir á líffræðilegu mati en horfir ekki til hagkvæmni veiða.

  • Er skynsamlegt að minnka veiði til að auka hag útgerða?

  • Það þarf að gefa fjölstofnamódelum meiri gaum við aflaúthlutun.

  • Ef sjómenn fara í verkfall í febrúar/mars mun hagur útgerða hugsanlega batna!


Með úthlutun yfirstandandi vertíðar munu markaðir styrkjast í kjölfar þess að unnt er að bjóða uppá mikið magn afurða. Markaðir voru í hættu vegna lítillar veiði á loðnu síðastliðin ár.


Til umhugsunar

Það fyrirkomulag sem hingað til hefur viðgengist og gengur út á að úthlutun á afla sé hagkvæmust ef allt er veitt sem fiskifræðingar segja að sé líffræðilegt hámark þarf ekki endilega að vera svo þegar hagkvæmni er skoðuð. Það má efast um að það mikla magn sem okkur er gert að taka úr stofninum skili mestri hagkvæmni fyrir útgerðina og þjóðarbúið.


Eins og kom fram í skýrslu Bláa hagkerfisins um stofnmat á karfa og grálúðu ríkir mikil óvissa um stofnmatið. Sú óvissa er ekki reiknuð yfir í verðmæti og hvað það myndi þýða ef við hreinlega veiddum meira út á óvissuna, til dæmis hvaðan karfinn er að koma. Að sama skapi gætum við sagt að við ættum að veiða minna af loðnu vegna óvissu um afdrif á markaði.

Allt þetta krefst nýrrar nálgunar og breyttra útreikninga.


171 views1 comment

Recent Posts

See All

Dauðaslys á sjó í Noregi og á Íslandi

Fimm sinnum líklegra að sjómaður farist við störf í Noregi en á Íslandi Árið 2008 er merkilegt í sögu Íslands því það er fyrsta árið þar sem enginn sjómaður lést við störf til sjós hér við land. Að su

1 Comment


Comment Sg

Like
bottom of page