Svanur Guðmundsson
27. jún. 2023
193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu 19. júní sl. lagalega bindandi samning um líffræðilegan fjölbreytileika hafsins.
193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu 19. júní sl. lagalega bindandi samning um líffræðilegan fjölbreytileika hafsins. Viðræður hafa staðið yfir í nærri tvo áratugi um sameiginlegar aðgerðir til að vernda og tryggja sjálfbærni á úthöfunum utan lögsögu ríkja. „Úthafssamningurinn“ (BBNJ), eins og samningurinn hefur verið kallaður er í samræmi við Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann nær yfir tvo þriðju hluta heimshafanna.
Rúmlega þriðjungur fiskistofna eru ofveiddir í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna.
Samningurinn undirstrikar mikilvægi þess að auka þekkingu og hæfni og dreifingu á tækniþekkingu í sjávarútvegi. Þar á meðal er talið mikilvægt að efla þróun og hæfni stofnana og bæta regluverk og verkferla ríkja.
Mikilvæg undirritun 20. september
Samningurinn var samþykktur á fimmta fundi ríkjaráðstefnunnar og verður opinn til undirritunar í haust, réttara sagt þann 20. september. Viðræður um sáttmálann hafa staðið yfir í um rúma tvo áratugi en undirbúningur hófst svo árið 2018 og samstöðu vegna hans verið loks verið náð, árið 2023. Sáttmálinn mun öðlast gildi eftir fullgildingu 60 ríkja.
Hér er fréttatilkynning SÞ vegna samningsins:
https://press.un.org/en/2023/sea2181.doc.htm